Rjúpnaveiðitímabilið er hafið! - hvar skal veiða?

rjupa

Rjúpnaveiðitímabilið  hófst í dag 1. nóv. og stendur til 30. nóv. nk.   

Ekki er lengur gefið að áhugasamir geti yfir höfuð farið á rjúpu.  Það er hreinlega orðið erfitt fyrir hinn almenna veiðimann. 

Jú, til þess að það sé mögulegt þarf annað hvort að eiga jörð, vera starfsmaður hjá fyrirtæki sem leigir rjúpnaveiðiland eða þekkja góðan bónda. 

Það er semsagt ekki lengur þannig að áhugasamar rjúpnaskyttur, smelli sér út í bíl með hólkinn í  annarri og skotbelti í hinni, keyri smávegis og rölti svo út í óvissuna til að skjóta rjúpu í jólamatinn.  

Nokkur símtöl hafa komið inn á skrifstofu Súðavíkurhrepps undanfarna daga þar sem verið er að fá upplýsingar um hvort Súðavíkurhreppur eigi land sem hægt sé að fá leyfi til að skjóta rjúpu á.  Því miður er Súðavíkurhreppur ekki í þeirri aðstöðu þar sem sveitarfélagið er ekki eigandi að slíkum rjúpnaveiðilöndum.  

Að vísu hefur almenningur getað veitt í botni Álftafjarðar til margra ára á mjög góðu rjúpnalandi án þess að verið sé að amast út af því.  Vonandi verður það svoleiðis áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Bjarna

Við skulum vona að hver fái steik við hæfi á jólunum.  Í  mínu ungdæmi var nú bara gamli góði hamborgarhryggurinn á aðfangadag og hangikjöt á jóladag, en nr. 1 er að halda í hefðirnar.  Það er stórlega undirmetinn veruleiki nútímamannsins.

Ég held að núverandi kerfi gefi kost á því þó vissulega sé þrengt að mönnum. 

Steini Bjarna, 7.11.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband