Það er kraftur í Kofra!

kofri-finÉg hef lifað og leikið mér undir fjallstindinum Kofra frá því að ég man eftir mér, dáðst af honum úr fjarlægð,  - en aldrei gengið á Kofra..Blush

Ég hef farið upp að Kofra á snjósleða og notið útsýnisins með allt snævi þakið... en eftir að hafa gengið á Kofra er það bara ekki samanburðarhæft...Smile

Var í fyrsta skipti í gær að sækja Kofratind heim gangandi.  Fórum ég og Sigga Ranný systir og tók ferðin upp á efsta hluta Kofratinds tæpa 2 tíma.  

Væri það ekki í frásögur færandi, nema að Sigga var að fara upp á Kofra í þriðja skiptið á fjórum dögum.  

Picture 175

Ekki var hægt að kvarta yfir veðrinu, logn og heiðskýr himinn og veðrið því eins og best verður á kosið.  

Kofri hefur fengið mikið af heimsóknum síðustu vikur og það er margt merkilegt þar að sjá og neðangreindur texti úr Íslenskum þjóðsögum ,,meikar sens" eftir förina. 

Nokkrir hafa tekið með sér minjagrip sem sagt er að búi mikill kraftur í... svo mikill að sumir hafa hreinlega sett þá undir koddann hjá sér og segja það hafa mikil áhrif.

 

 

Eftirfarandi texta um Kofra er að finna í Íslenskum þjóðsögum eftir Jón Árnason:Picture 163

,,Þrír staðir hafa verið þekktastir á Íslandi fyrir náttúrusteina. Einn þessara staða er Kofri, en það er einstakur og hár fjallstindur upp úr öðrum lægri fjallgarði í Álftafirði við Ísafjarðardjúp. Þar skal safna náttúrusteinum, einkum á Jónsmessunótt, við tjörn þá sem er uppi á tindinum. Þar er sagt að finnist bæði óskasteinar og aðrir fáséðir hlutir. Óskasteinn heitir svo af því að hvers sem maður óskar sér þegar maður hefur hann fær maður ósk sína uppfyllta.
Hella ein, sem sumir segja að sé hol að innan, er í Kofra og getur af sér hvers konar náttúru á Jónsmessunótt. Sú hella heitir Steinamóðir."

                                    Íslenskar þjóðsögur og ævintýri
                                                        Jón Árnason

 Hvernig verða steinarnir til?

Steinamóðir
Þess er getið í þjóðsögum að til
séu hellusteinar sem geti af sér aðra steina og hafi menn þannig komist fyrir upptök grjótsins og er þar miðað við hina lifandi náttúru, samanber selamóður, flyðrumóður o.fl.
                Íslenskar þjóðsögur og sagnir
                    Sigfús Sigfússon

 

Myndirnar segja allt sem segja þarf, fleiri í myndasafninu.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hraustur!

Gústi (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Sæll Ómar

Mig bara að segja það að ég var mjög glaður að sjá það að þú skulir hafa ákveðið að vera sveitastjóri í Súðavík út kjörtímabilið. Það stendur til að heimsækja Súðavík í ágúst. Það er í fyrsta skipti síðan við fórum þaðan í hittifyrra. Vonast til að sjá þig meðal annara.

Bestu kveðjur af Hellissandi

Sigurbrandur og Rannveig

Sigurbrandur Jakobsson, 27.6.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Ómar Már Jónsson

Þakka þér fyrir það Sigurbrandur.  Kíkið endilega að kíkja í kaffi þegar þið komið í ágúst. - Súðavík skartar sínu fegurðasta og veðrið er eftir því. 

Ómar Már Jónsson, 28.6.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Duglegur varstu strákur. Ég hef einmitt ætlað að ganga yfir í Héðinsfjörð á hverju í laaaaaangan tíma en hef ekki enn haft mig yfir, en ég skal fara áður en hægt verður að keyra yfir í Ólafsfjörð um Héðinsfjörð ... og nú hef ég bara tíma til haustsins 2009 ...

Takk fyrir myndirnar .

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982, 1.7.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband