Færsluflokkur: Ferðalög

Komin heim aftur...

Jæja, nú erum við komin heim í heiðardalinn aftur.   Ferðin heim hófst frá bænum Frankston um kl. 12:00 sl. þriðjudag.  Þá var ekið norður, upp eftir til Melbourne og þaðan á flugvöllinn.  Um kl. 17:20 að áströlskum tíma sama dag var flogið af stað...

Gist í miðborg Melbourne

Áttum bókaðar tvær nætur í miðborg Melbourne.  Þar var gist aðfaranótt laugardags og sunnudags.  Á föstudagskvöld fór Ester í afmæli til vinkonu sinnar sem býr í miðborg Melbourne og ákváðum við Laufey að taka það rólega um kvöldið, fórum að vísu út að...

Ekið eftir Great Ocen Road

Jæja, nú hefur verið þó nokkur þvælingur á okkur síðustu daga. Eftir að við fórum úr íbúðinni í Dromana, fórum með ferju til Queenscliff sem tók um 45 min. og þaðan var keyrt norður eftir vesturströnd Ástralíu, á Great Ocen Road.  Umhverfið meðfram...

Loksins rigndi...

Það er ekki oft sem maður fagnar rigningunni þegar maður er í útlöndum.  En í þetta skipti var það gert.  Ástralar hafa liðið mikinn vatnskort undanfarið og rignir mun sjaldnar en gerði hér áður fyrr.  Það hefur haft mjög slæm áhrif á landið þegar hitinn...

Krókódíll varð fyrir valinu

Nú er þriðjudagsmorgun hér í Ástralíu sem þýðir að það er mánudagskvöld heima á Íslandi. Við höfum farið út að borða með Ester flest kvöld, þar sem við höfum prófað eitt og annað af matseðlunum.  Höfum m.a. farið á Ítalskan, indverskan og austurlenskan...

Melbourne skoðuð

Nú er laugardagsmorgun, 24 febrúar og klukkan er um 08:00.   Vorum að enda við að tala við Öldu Marín sem er hjá ömmu sinni og afa í Súðavík.  Við erum með Skype sem gerir okkur kleift að vera í sambandi með aðstoð internetsins og einnig erum við...

Aðlögun í fullum gangi

Jæja, nú er komin miðvikudagur 22. febrúar og klukkan er um 14:00 að áströlskum tíma.  Við höfum komið okkur vel fyrir hér í íbúðinni í Dromana.   Á morgnana förum við Laufey í könnunarferðir í okkar nánasta umhverfi. Eftir hádegi undanfarna daga...

Farið til Ástralíu

20. feb. 2007. Þetta er fyrsta bloggfærslan.  Tilgangurinn með bloggi þessu er fyrst og fremst til að varpa ljósi á ferðasögu okkar Laufeyjar til Ástralíu.  Ferðin hófst á Íslandi þann 17. febrúar sl. þegar flogið var frá Keflavíkurflugvelli til London...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband