Miðvikudagur, 18.7.2007
Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum?
Umræðan um mögulega olíuhreinsistöð á Vestfjörðum fer ekki hátt og vekur athygli hversu fáir þingmenn og ráðherrar tjá sig um þær hugleiðingar sem óhjákvæmilega leita á þegar verið er að máta slíkt stórvirki inn í Vestfirskt atvinnulíf. Lítil umræða ráðamanna þjóðarinnar vekur athygli sérstaklega í ljósi stöðunar sem Vestfirðir eru í.
Umræða um mögulega olíuhreinsistöð á ekki að vera neitt feimnismál og á að fá málefnalega og opna umræðu um mögulega kosti og galla af því að staðsetja olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.
Mikil umræða um svokallaðar mótvægisaðgerðir vegna stöðu atvinnumála á Vestfjörðum eiga sér stað þessa stundina, þar sem sitt sýnist hverjum og þar hefur ekki farið mikið fyrir umræðu um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.
Í fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum ætti að vera pláss fyrir þátttöku ríkisins í að vinna með Vestfirðingum að undirbúningi þess að taka megi ákvörðun innan eins skamms tíma og mögulegt er um hvort forsendur séu til þess að staðsetja olíuhreinsistöð á Vestfjörðum eða ekki.
Samhliða því verður að spyrja, hvort við trúum því að hægt sé með öðrum hætti að snúa við þeirri byggðaröskun sem átt hefur sér stað til margra ára þ.e. með svokölluðum mótvægisaðgerðum sem núna eru inni í myndinni?
Þar eru margar ágætistillögur sem betrumbæta stöðuna, en ljóst er að þær einar og sér fela ekki í sér viðsnúning byggða- og atvinnumála á Vestfjörðum.
Athugasemdir
Ómar minn, þetta var ágætis grein hjá þér, nema að það var greinilega sveitarstjórinn sem skrifaði & bægði hafnarstjóranum frá. Mig grunar hafnarstjórann um að langa í dýpkaða útskipunarhöfn, en að sveitastjórinn þori ekki að tjá sig pólitískt um afstöðu hans til þess máls á þessari stundu.
qué ?
S.
Steingrímur Helgason, 19.7.2007 kl. 23:34
Sæll Steingrímur, þakka commentið, en svo að það sé ljóst hvar minn hugur liggur í þessu máli þá leita ég upplýsinga, og eða staðreynda, þar sem von mín er sú að þær megi styðja við að hér geti risið olíuhreinsistöð.
Af hverju?, jú ég ber hag Vestfjarða og Vestfirðinga fyrir brjósti og trúi því að slíkur vinnustaður geti snúið við þeirri byggðaþróun sem einkennt hefur Vestfirskar byggðir til allt of margra ára.
Ómar Már Jónsson, 22.7.2007 kl. 00:04
Þá er þinn hugur sagður, & reyndar grunti mig sem svo að þú létir nú þetta vaða.
S.
Steingrímur Helgason, 27.7.2007 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.