Fjárfesting sem loksins borgaði sig!

 alftafjordur

Eftir síðustu helgi má segja að snjósleðinn sem keyptur var fyrir um fjórum árum hafi loksins skilað sínu, fjárfestingin hefur þannig sannað ágæti sitt. 

Þó svo margir pirri sig yfir snjó og kulda, þá er fátt eitt skemmtilegra en að bruna um fjöll og fyrndindi á snjósleða í góðum félagsskap.  

Helgin byrjaði strax með góðu veðri og fínu snjósleðafæri.  Tíminn var nýttur vel, farið þrisvar sinnum upp að Kofratindi, fyrst í sex manna hóp á fjórum sleðum, þá í þriggja manna hópi á þremur sleðum og síðast með átta ára dóttur mína í góðum hópi ferðafélaga.

 

 

Það verður að teljast til forrréttinda að geta á 20 mínútum verið kominn upp á hálendi og gefið sér þar tíma til að njóta ,,milljón dollara" útsýnis, horfa á fjallagarðana speglast í spegilsléttu djúpinu, þar sem að lognið er ráðandi og sólin glampar í djúpbláum haffletinum...

Það er á slíkum stundum gott að renna yfir í huganum þá kosti sem fylgja því að búa á landsbyggðinni og með þeim ókostum sem telja má til, en við það að horfa út spegilslétt og friðsælt djúpið, þá verða ókostirnir ansi lítilvægir. 

 

 

 

alda

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heill og sæll félagi

Greinilega meiriháttar  .... er enn að velta því fyrir mér árum saman hvort ég eigi að fjárfesta í snjósleða. Svo þegar maður sér svona myndir þá nær maður því ekki hvað maður er að pæla... það er ekkert sem jafnast á við þetta. Góða skemmtun um helgina.

Herdís Sigurjónsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Sæll Ómar ekki vissi ég að þú ættir snjósleða þó ég byggi við hliðina á þér í nokkra mánuði hérna um árið. Gaman að loksins yrðu not fyrir hann.

Kær kveðja

Sigurbrandur Jakobsson og fjölskylda.

Sigurbrandur Jakobsson, 25.3.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Ómar Már Jónsson

Snjósleðinn var orðin nokkuð rykfallinn í bílskúrnum:) - var komin að því að auglýsa hann til sölu og selja ef einhver fyndist kaupandi... en hætti snarlega við þegar kjálkinn tók að hvítna :-)

Ómar Már Jónsson, 25.3.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er nú víst svo og kemur úr hörðustu átt, að þolinmæði er oft best. Það hlaut að fara að hvítna á endanum. Þetta er búinn að vera svoldið leiðinlegur vetur sérstaklega frá janúarlokum og fram í þennan mánuð. Við á Örvari SH gátum samt róið af krafti og vorum með hæðstu línubátum í febrúar. Það var samt ekki tekið með sældini. En snjósleði er held ég vestfirðingsins nauðsyn. Við eigum örugglega einhverntíman eftir að sjá verri vetur.

Bestu kveðjur í Súðavík

Sigurbrandur Jakobsson, 25.3.2008 kl. 23:30

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Skíðadúfa dugir líklega fyrir Lángwerzdferðínga.

Á norðurlandi er alvöru snjór, við notum Artic-Cat Thunderbird.

En þetta eru glæsilegar myndir & gott & gaman að þú komst í nokkrar fínar ferðir.

Steingrímur Helgason, 27.3.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband